Rómarsáttmálinn 60 ára

Föstudaginn 5. maí kl. 16-18 í Norræna húsinu

Viðburður í boði sendinefndar ESB á Íslandi í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands

Rómarsáttmálinn 60 ára

Í ár eru 60 ár liðin frá undirritun Rómarsáttmálans, sem markaði eitt fyrsta skrefið í átt að sameinaðri Evrópu. Sáttmálar ESB hafa alla tíð síðan haft mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga, sérstaklega í gegnum EES-samninginn.

Á þessum opna viðburði langar okkur að gleðjast yfir því sem áunnið er og fagna áframhaldandi samvinnu og samstöðu.

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, herra Matthias Brinkmann, býður fólk velkomið.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp.
Viðburðurinn er opinn öllum og fer að mestu fram á íslensku.

Léttar veitingar verða í boði.

#EU60

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.esb.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun

Evrópusambandið á Íslandi á Facebook: https://www.facebook.com/Evropusambandid/