Loftslagsbreytingar og landnýting í Úganda

Björtuloft, Hörpu, fimmtudaginn 18. maí kl. 12:30-13:30

Opinn fundur á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-LRT) og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Loftslagsbreytingar og landnýting í Úganda

Loftslagsbreytingar ógna lífsviðurværi milljóna manna, ekki síst í fátækari hluta heimsins.
Ósjálfbær landnýting eykur vandann, þar sem hún dregur úr frjósemi lands og veldur landeyðingu.

Á þessu málþingi mun Jerome Lugumira, jarðvegsfræðingur við Umhverfisstofnun Úganda (NEMA), fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á ræktarland þar í landi og þær áskoranir sem heimamenn standa frammi fyrir við að framfylgja þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa sett til að takast á við þessa nýju ógn.

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-LRT) og Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, verða með stutt innlegg.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin