Verkefnastyrkir veittir fyrir MA ritgerðir um málefni flóttafólks og innflytjenda

Alþjóðamálastofnun og Fræði og fjölmenning í samstarfi við velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið veittu nýverið styrki til rannsóknarverkefna um málefni flóttafólks og innflytjenda. Markmið styrkjanna er að efla rannsóknir á þjónustu við flóttafólk og innflytjendur á Íslandi. Fjölmargar hæfar umsóknir bárust en að þessu sinni voru tveir styrkir veittir. Elín Áslaug Ormslev fékk styrk fyrir verkefnið Sálrænn og félagslegur stuðningur við kvótaflóttafólk á Íslandi 2005 og 2007 á vegum Reykjavíkurborgar og Áslaug Björk Ingólfsdóttir fékk styrk fyrir verkefnið Aðgangur umsækjanda um alþjóðlega vernd að dómstólum.