Fimmtudaginn 1. júní kl. 16:00-17:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands
Opinn fundur á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands
Philadelphia: Borg sem fagnar innflytjendum
Innflytjendum hefur fjölgað gríðarlega í Philadelphia í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Fjölgunina má meðal annars rekja til nýrrar stefnumörkunar þar sem óskráðir innflytjendur njóta sömu réttinda og aðrir íbúar borgarinnar.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti og fleiri Repúblikanar hafa haldið því fram að borgir eins og Philadelphia, New York, Chicago og New Orleans aðstoði hættulega og ofbeldisfulla „ólöglega“ innflytjendur við að forðast brottvísun úr landi. Ríkisstjórn Trump hefur gengið svo langt að beita tilskipunum til að svipta borgirnar opinberum fjárveitingum.
Á þessu málþingi mun borgarstjóri Philadelphia, James F. Kenney, fjalla um það hvers vegna borgin hefur markað sér stefnu sem er hliðholl innflytjendum og hvernig hún og aðrar borgir sem aðhyllast sambærileg gildi hafa brugðist við ríkisstjórn Trump.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík opnar fundinn.
Pallborðsumræður
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Björn Malmquist, fréttamaður á RÚV.
Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin.