Smáríki og breytt öryggisumhverfi. Ráðstefna í Nýja Sjálandi 3.-4. Júní 2017.

Fyrsta ráðstefnan í verkefni Rannsóknaseturs um smáríki um breytt öryggisumhverfi smáríkja, fer fram við háskólann í Canterbury á Nýja Sjálandi dagana 3. og 4. júní 2017. Baldur Þórhallsson, sem leiðir verkefnið, mun flytja erindi um Trump og smáríki í Evrópu, samband Íslands og Bandaríkjanna á árunum 2006-2008 og velta upp spurningum um hvað smáríki geta gert til að tryggja öryggi sitt þegar stórveldi yfirgefa þau.

Næsta ráðstefna í verkefninu verður haldin í Reykjavík í júní 2018.

Þessu rannsóknarverkefni er ætlað að dýpka skilning á stöðu smáríkja í breyttu alþjóðlegu öryggisumhverfi og skoða hvernig þau geta sem best mótað stefnur sínar í utanríkis- og öryggismálum. Því betur sem smáríkin geta brugðist við þeim áskorunum koma upp því meira geta þau lagt af mörkum til að stuðla að góðu samstarfi innan NATO og við samstarfsríki bandalagsins. Smáríki sem eru aðilar að NATO verða skoðuð sérstaklega sem og ríki Austur-Evrópu, Eyjaálfu, Mið-Austurlanda og Norður-Afríku (MENA svæðið).