Höfði Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands hlýtur styrk

Höfði Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands hlaut nýverið styrk úr menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Nordplus. Um er að ræða Nordplus Horizontal styrk sem ætlaður er til samstarfsverkefna á milli skólastofnanna og opinberra aðila, einkaaðila eða félagasamtaka, á sviði nýsköpunar í menntamálum.  

Verkefnið er samstarfsverkefni á milli háskóla og sveitarfélaga og snýr að þróun netnámskeiðs í menningarnæmni. Markmiðið með námskeiðinu er að mennta starfsfólk sveitarfélaga og háskóla til að það geti betur sinnt þjónustu við innflytjendur og útlendinga.

Háskóli Íslands leiðir verkefnið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Fjórir aðrir háskólar taka þátt í verkefninu, en það eru Háskólinn í Gautaborg, Háskólinn í Osló, Háskólinn í Helsinki og Háskólinn RISEBA í Riga en auk þess taka þátt í verkefninu sveitarfélög í Noregi og Finnlandi.  

Pia Hansson forstöðumaður Höfða Friðarseturs, Auður Birna Stefánsdóttir verkefnisstjóri Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Hanna Ragnarsdóttir prófessor á Menntavísindasviði þróuðu verkefnið og vinna að því fyrir hönd Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar í samvinnu við fræðimenn í háskólunum þremur og sérfræðingum frá sveitarfélögunum.