Aukið vægi Atlantshafs innan NATO

Varðberg og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu um öryggismál á Norður-Atlantshafi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, föstudaginn 23. júní frá kl. 14.00 til 17.00.

Aukið vægi Atlantshafs innan NATO

Undanfarin misseri hefur áhugi NATO á Norður-Atlantshafssvæðinu aukist. Þar hefur heræfingum undir merkjum NATO fjölgað og á næstunni verður haldin flotaæfing í nágrenni Íslands. Hefur mikilvægi GIUK hliðsins og hafsvæðisins í kringum Ísland vaxið? Taka hernaðarumsvif á Norður-Atlantshafi breytingum á komandi árum?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra setur ráðstefnuna.

Frummælendur:

Clive Johnstone, flotaforingi, yfirmaður flotastjórnar NATO

John Newton, flotaforingi, yfirmaður Atlantshafsflota Kanada

Sóley Kaldal, áhættuverkfræðingur á aðgerðasviði Landhelgisgæslu Íslands

Jacob Børresen, fyrrverandi foringi í norska flotanum

Jim Townsend, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Auk frummælenda munu Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmála í utanríkisráðuneytinu og Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, taka þátt í pallborðsumræðum.