Opinn fundur um heimsmarkmiðin og börn

UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið SÞ, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og börn í Öskju 132 í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 22. júní frá kl. 12.00 til 13.15.

Geta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna bætt stöðu barna á Íslandi?

Á dögunum kom út skýrsla UNICEF, Building the Future: Children and the Sustainable Development Goals in Rich Countries. Í skýrslunni er staða barna í efnameiri ríkjum skoðuð í samhengi við heimsmarkmiðin. Ísland stendur sig vel á mörgum sviðum þegar kemur að velferð barna, en geta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna bætt stöðu barna á Íslandi enn frekar?

Á fundinum verður skýrsla UNICEF kynnt og fjallað verður sérstaklega um vinnu stjórnvalda í tengslum við heimsmarkmiðin, hvernig mælingar á lífsgæðum barna fara fram og hvernig heimsmarkmiðin og mælingar á þeim geta gagnast börnum.

 

Dagskrá

12:00 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF

12:15 Héðinn Unnsteinsson, formaður verkefnastjórnar stjórnarráðsins um heimsmarkmið SÞ

12:30 Kolbeinn Stefánsson, sérfræðingur á Hagstofu Íslands

12:45 Erla Björg Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri gæða og rannsókna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar

 

Fundarstjóri verður Katrín Oddsdóttir lögfræðingur