Lífið í Norður-Kóreu

Föstudaginn 25. ágúst kl. 12:00-13:15 í Hátíðasal Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Almenna bókafélagsins, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um nýsköpun og hagvöxt

Lífið í Norður-Kóreu

Yeonmi Park, höfundur bókarinnar Með lífið að veði, heldur fyrirlestur um ástandið í Norður-Kóreu í Hátíðasal Háskóla Íslands næstkomandi föstudag frá kl. 12.00–13:15. Yeonmi Park flúði Norður-Kóreu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var 13 ára og berst nú gegn mannréttindabrotum sem eiga sér þar stað undir stjórn Kim Jong-un.

Bjarni Bendiktsson, forsætisráðherra, setur fundinn og býður Yeonmi Park velkomna.

Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, mun bregðast við ávarpi Yeonmi Park og stýra fundinum.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun