Kýs Þýskaland Merkel í fjórða sinn?

Miðvikudaginn 6. september frá kl. 12 til 13 í Norræna húsinu.

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Kýs Þýskaland Merkel í fjórða sinn?

Fyrir ári síðan vakti flóttamannastefna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, upp spurningar um pólitíska framtíð hennar. Mun Martin Schulz, andstæðingi hennar úr jafnaðarmannaflokknum og fyrrum forseta Evrópuþingsins, takast að koma í veg fyrir að hún vinni í fjórða sinn? Hver eru mikilvægustu málefnin í þýsku kosningunum og mun Þýskalandi takast að halda Evrópusambandinu sameinuðu á næstu árum? Fréttamaðurinn Ali Aslan heldur erindi um þýsku kosningarnar sem eru á næsta leyti og svarar spurningum fundarmanna.

Ali Aslan er fæddur í Tyrklandi en ólst upp í Þýskalandi. Hann hefur unnið fyrir margar helstu fréttaveitur heims, eins og CNN og ABC News og hefur t.d. verið búsettur í Washington DC, New York, Istanbúl, Barcelona og Berlín. Ali er með MA gráðu alþjóðasamskiptum og MS gráðu í blaðamennsku frá Columbia-háskóla í New York.

Fundarstjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður RÚV