Álfabikarinn og friður: Ert þú með betri hugmynd?

Í tilefni af friðarvikunni 6. – 13. október stendur Höfði friðarsetur fyrir hugmyndakeppni og umræðutorgi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 7. október kl. 13:00. Þar gefst einstaklingum og félagasamtökum tækifæri til að ræða hugmyndir um það hvernig Reykjavíkurborg getur stuðlað að friði.

Viðburðurinn hefst á örkynningum á þeim hugmyndum sem taka þátt í keppninni. Hannes Ottósson, sérfræðingur í fyrirtækja- og hugmyndaþróun hjá Nýsköpunarmiðstöð, kynnir Business Model Canvas og fimm frambærilegustu hugmyndirnar að mati þátttakenda verða þróaðar frekar í umræðuhópum.

Hugmyndunum verður svo komið á framfæri við Reykjavíkurborg.

Umræðutorgið er frábær vettvangur til þess að efla tengslanetið og öðlast aukna færni í að móta, hanna og greina hugmyndir sem gætu gert Reykjavík að enn betri og friðsælli borg.

Skráning og frekari upplýsingar á www.fridarsetur.is.