Hvaða áhrif hefur innviðaáætlun Kína á Ísland og Grænland?

Opinn fundur á vegum Rannsóknarseturs um norðurslóðir, fimmtudaginn 18. janúar frá kl. 12 – 13 í stofu HT 104 í Háskóla Íslands

Hvaða áhrif hefur innviðaáætlun Kína á Ísland og Grænland?

Í júní 2017 varð Norður-Íshafið formlega hluti af innviðaáætlun Kína (One Belt One Road). Það hefur í för með sér að Peking vill nú nýta sér Norður-Íshafið til að auka viðskipti sín í Evrópu. Enn er þó ekki ljóst hvaða kosti þessi aukna fjárfesting og viðskipti Kína mun hafa fyrir norðurskautssvæðið. Hver er uppruni innviðaáætlunar Kína? Og hvernig geta Ísland og Grænland brugðist við auknum áhuga Kína á norðurslóðum?

Marc Lanteigne er dósent við rannsóknarsetur um varnar- og öryggismál við Massey háskóla á Nýja Sjálandi og   gestafræðimaður hjá Rannsóknarsetri um norðurslóðir. Hann er höfundur bókarinnar Chinese Foreign Policy: An Introduction, en auk þess hefur hann skrifað fjölmargar greinar um alþjóðamál Kína og austur-Asíu og stefnu Kína á norðurslóðum.

Mingming Shi, er meistaranemi í vestnorrænum fræðum við Háskóla Íslands, hún ólst upp í Suður Kína en býr nú á Íslandi. Hún hefur stundað rannsóknir á Grænlandi þar sem hún hefur skoðað viðskiptatengsl Grænlands og Kína.