Vald á viðsjárverðum tímum: Alþjóðleg barátta gegn mannnréttindabrotum

Fimmtudaginn 25. janúar frá kl. 12 – 13 í Öskju 132 í Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands

Vald á viðsjárverðum tímum: Alþjóðleg barátta gegn mannnréttindabrotum

Árangri mannréttindahreyfinga um heim allan stafar ógn af þeim breytingum sem átt hafa sér stað á alþjóðavísu að undanförnu. Popúlískir leiðtogar njóta í auknum mæli hljómgrunns kjósenda, ráðamenn sýna aukna einræðistilburði og aldrei hafa fleiri verið á flótta undan átökum. Á sama tíma fara kynþáttafordómar og útlendingahatur vaxandi. Hvaða áskoranir hafði árið 2017 í för með sér og hvað hefur áunnist? Hvað geta ríkisstjórnir, fjölmiðlar, félagasamtök og almenningur gert árið 2018 til þess að sporna við árásum gegn mannréttindum á heimsvísu? Hvaða hlutverki gegnir Ísland og hvernig getur það lagt sitt af mörkum?

John Fisher er lögmaður á skrifstofu Human Rights Watch (HRW) í Genf og leiðir vinnu samtakanna gagnvart Mannréttindaráði og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Áður en hann hóf störf hjá HRW var hann meðal annars framkvæmdastjóri LGBT samtakanna Egale Canada, kenndi námskeið í mannréttindafræðum við Háskólann í Ottawa og Carleton háskóla og vann sem aðstoðarmaður dómara við Hæstaréttinn í Auckland.

Laila Matar er lögmaður og fulltrúi HRW gagnvart Mannréttindaráði og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Hún var áður fulltrúi fyrir Cairo stofnunina í mannréttindafræðum þar sem hún starfaði sem lögmaður að borgaralegum og pólitískum réttindum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

Fundarstjóri: Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

Frekari upplýsingar:
Höfði friðarsetur: www.fridarsetur.is
www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/