Átök og hungur

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Höfða friðarseturs, Jafnréttisskóla  Háskóla Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytisins miðvikudaginn 7. mars kl. 12:00-13:00 í Odda 201 í Háskóla Íslands

Átök og hungur

Eftir heilan áratug af árangursríkri baráttu gegn hungri hefur orðið bakslag í viðureigninni. Samkvæmt skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum frá árinu 2017 hefur þeim sem fara hungruð í háttinn fjölgað úr 777 milljónum í 815 milljónir milli ára. Átök eru einn stærsti orsakaþáttur hungurs en 60% þeirra sem eru á barmi hungursneyðar búa á átakasvæðum. Auk þess að vera afleiðing leiðir hungur einnig til átaka. Hungur ýtir undir langvinnar deilur og samkeppni um land, búfénað og aðrar auðlindir. Fæðuöryggi skiptir því sköpum í öllum aðgerðum til að fyrirbyggja átök og er nauðsynlegt ef koma á varanlegum friði.

Anne Poulsen, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, heldur erindi um niðurstöður skýrslunnar State of Food Security and Nutrition in the World 2017.

Fundarstjóri: Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Pallborð:
Dr. Connie Carøe Christiansen, gestafræðimaður við Lebanese American University í Líbanon og gestafyrirlesari við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Finnbogi Rútur Arnarson, yfirmaður mannúðarmála á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar, Höfða friðarseturs, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytisins: www.ams.hi.is / www.fridarsetur.is / www.gest.unu.edu / www.utanrikisraduneyti.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Höfði friðarsetur á Facebook: www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/
Jafnréttisskólinn á Facebook: www.facebook.com/unugest/
Utanríkisráðuneytið á Facebook: www.facebook.com/utanrikisraduneytid
Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands á Facebook: www.facebook.com/throunarsamvinna/