Náttúra og hönnun á norðurslóðum

Opinn fundur á vegum Rannsóknarseturs um norðurslóðir og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, miðvikudaginn 14. mars frá kl. 14 – 15 í stofu N131 í Öskju, Háskóla Íslands

Miklar breytingar eiga sér nú stað á norðurheimsskautssvæðinu sem rekja má til loftslagsbreytinga og hnattvæðingar auk pólitískra og menningarlegra þátta. Í þessu erindi verður fjallað um hönnun og hugmyndir Arctic Design Group þar sem áhersla er lögð á að vinna út frá ólíkum hugmyndum og mögulegum sviðsmyndum fyrir svæðið með áherslu á tengingu við náttúruna.

Frummælendur eru Leena Cho og Matthew Jull frá Virginíu háskóla í Bandaríkjunum, en þau eru stödd hér á landi í tilefni af HönnunarMars 2018, þar sem þau munu einnig kynna hugmyndir sínar. Verkefni þeirra um sjálfbærni í norðlægum borgum hafa hlotið styrki frá Vísindaráði Bandaríkjanna (e. National Science Foundation) og hafa þau tekið þátt í fjölmörgum verkefnum og ráðstefnum, meðal annars á Norðurlöndunum.

Frekari upplýsingar um hópinn má finna á http://www.arcticdesigngroup.org