Sjálfstjórnarsvæði á norðurslóðum

Opinn fundur á vegum Rannsóknarseturs um norðurslóðir mánudaginn 26. mars frá kl. 12 – 13 í stofu 104 í Odda, Háskóla Íslands

Sjálfstjórnarsvæði á norðurslóðum

Á fundinum verður fjallað um ólíkar skilgreiningar á eyjum á norðurslóðum út frá sjálfstjórnarstöðu þeirra. Hvaða skilgreining hentar best? Sérstaklega verður fjallað um Grænland, Færeyjar og Álandseyjar og verður staða þeirra borin saman við Asoreyjar og Madeira sem tilheyra Portúgal.

Maria Ackrén er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Grænlandi. Hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Åbo Akademy háskóla í Finnlandi árið 2009. Meðal rannsóknarefna Mariu eru sambandsríki og sjálfstjórnarsvæði með áherslu á eyríki á norðurslóðum. Hún hefur gefið út bækur, bókarkafla og greinar um þessi viðfangsefni.