Norðurslóðastefna Kína – Belti og Braut til Norðurlanda

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir miðvikudaginn 4. apríl frá klukkan 12-13 í stofu 201 í Odda, Háskóla Íslands

Norðurslóðastefna Kína – Belti og Braut til Norðurlanda

Kína gaf út sína fyrstu norðurslóðastefnu í janúar 2018 eftir margra ára undirbúningsvinnu. Stefnan kemur í kjölfar þess að Kína varð áheyrnaraðili að Norðurskautsráðinu 2013 og kynnti norðurslóðavídd undir belti og braut framtakinu  í júní 2017. Hvaða þýðingu hefur það að belti og braut sé komið inn á norðurslóðir fyrir fjárfestingar á svæðinu? Í fyrirlestrinum verður fjallað um norðurslóðastarf Kína, samstarf við Norðurlöndin, og möguleg áhrif þess á þróun norðurslóða í breyttri heimsmynd.

Egill Þór Níelsson framkvæmdastjóri Kínversk-Norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar (CNARC), og gistifræðimaður við Heimskautastofnun Kína, Alþjóðamálastofnun Sjanghæ og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum