Opinn fundur á vegum Rannsóknarseturs um norðurslóðir og Norðurlanda í fókus fimmtudaginn 12. apríl mars frá kl. 12 – 13:15 í Norræna húsinu

Kosningarnar á Grænlandi

Þingkosningar verða á Grænlandi 24. apríl næstkomandi. Á þessum fundi munu þrír sérfræðingar ræða mikilvægi kosninganna, um hvað þær snúast og þróun stjórnmála á Grænlandi undanfarin ár.

Um hvað snýst kosningabaráttan?
Unnur Brá Konráðsdóttir sat á Alþingi 2009 – 2017, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var kjörin forseti Alþingis 2017 og var formaður íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins 2013 – 2016. Unnur Brá var nýlega ráðin af forsætisráðherra sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar og fer með verkefnisstjórn stjórnarskrárendurskoðunar.

Grænland : Áhrif alþjóðastjórnmála á innanlandsmál
Damien Degeorges er búsettur í Reykjavík þar sem hann starfar sem ráðgjafi. Hann hefur fylgst náið með þróun mála á Grænlandi í yfir 15 ár. Hann hefur einning skrifað fyrir grænlenska dagblaðið Atuagagdliutit/Grønlandsposten og kennt alþjóðastjórnmál við Háskólann á Grænlandi.

Mikilvægi kosninganna og komandi kynslóð
Tukumminnguaq Nykjær Olsen er meistaranemi í Vestnorrænum fræðum, Polar law, við Háskólann á Akureyri. Hún er frá Qaanaaq á Grænlandi og er virkur meðlimur í Global Indigenous Youth Caucus hjá Sameinuðu þjóðunum og er fyrrverandi formaður pólitíska nemendafélagsins ILI ILI.

Fundarstjóri Sigurður Ólafsson Verkefnastjóri í Norræna húsinu

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum