Fyrsti fundur í nýju verkefni Höfða friðarseturs

Fyrsta vinnustofan í verkefninu The Power of Narratives: Democracy and Media in Political Turmoil fer fram í dag í Norrköping í Svíðþjóð. Verkefnið er leitt af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og styrkt úr sjóði The Joint Committee for Nordic Research Councils in the Humanities and Social Sciences (NOS-HS). Í verkefninu felst undirbúningur rannsókna á sviði lýðræðis og fjölmiðlunar í breyttu pólitísku umhverfi þar sem aðaláhersla er lögð á pólitíska orðræðu, lýðskrum og birtingarmyndir hatursorðræðu á samfélagsmiðlum.

Vinnustofan í Norrköping hefst á vinnufundi þar sem verkefnið verður mótað enn frekar. Eftir fundinn fer fram opið málþing þar sem sjónum verður beint að pólitískri orðræðu norrænu stjórnmálaflokkanna og hvernig hún endurspeglast í hatursorðræðu og andúð á innflytjendum.

Hér má sjá nánari dagskrá málþingsins (á ensku):

Radical Right-Wing Narratives and Manifestations:
Hate speech, Anti-Immigration Sentiments and Racism in Europe
A REMESO Open April 25, 2018, Bomullsspinneriet, B 342, 13.15-16.00

Racisms without Racism? On Ignorance and Denial
Marta Araújo, University of London, UK, and University of Coimbra, Portugal
The notion of ‘racisms without racism’, proposed by David T. Goldberg, encapsulates the assumption that racism would, if left alone, evaporate from Westernized societies. This stems from an understanding of racism as born out of prejudice and ignorance. Here it is argued that this view has invisibilized the persistence of institutionalized racism and portrayed struggles against racism as the problem.

Marta Araújo’s research integrates studies of Democracy and Human Rights and looks at of Eurocentrism and racism knowledge production, history teaching, and political struggles, as well as in public policy.

An Alternative World: Racism and Migration in the Present
Kristín Loftsdóttir, University of Iceland
Racism should be seen as part of the wider social and cultural context that populist movements operate within. Their claim of “non-racism” gain legitimacy through discourses of race and difference that are generally not recognized as racist but seen as constituting ‘common sense’. This is discussed from three angles: Covert racism; re-stitching of time, and ‘crisis talk’ as key to mobilization of populist movements.

Kristín Loftsdóttir is a professor of Anthropology. She has focused on racism, whiteness, mobility and crisis. Her most recent publication is the co-edited Messy Europe: Crisis, Race and Nation-State in a Postcolonial World (Berghahn, 2018) and Exotic Iceland: Coloniality, Crisis and Europe at the Margins (Routledge, 2018).

Önnur málstofan í verkefninu fer fram í Helsinki í Finnlandi í nóvember 2018 en þar verða samsæriskenningar, stjórnmál eftirsannleikans og aukin andúð í garð yfirvalda og opinberra stofnana í brennidepli. Verkefnið endar svo með málstofu hér á landi í mars 2019 þar sem sjónum verður beint að því hvernig breyta megi orðræðunni og áhersla lögð á þátttökulýðræði og aukna aðkomu almennings að mikilvægum ákvörðunum.

Háskóli Íslands leiðir verkefnið en samstarfsaðilar eru Háskólinn í Linköping í Svíþjóð og Háskólinn í Helsinki í Finnlandi. Pia Hansson, forstöðumaður Höfða Friðarseturs, Auður Örlygsdóttir, verkefnisstjóri setursins, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs, Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, vinna að verkefninu fyrir hönd Höfða friðarseturs og Háskóla Íslands, í samvinnu við fræðimenn við samstarfsháskólana. Samstarfinu er ætlað að efla rannsóknir á sviði félags- og hugvísinda og ein helsta afurð verkefnisins verður að sækja í erlenda samkeppnissjóði fyrir frekari rannsóknum á sviði lýðræðis, fjölmiðlunar og pólitískrar orðræðu á Norðurlöndunum.