Hreyfingar jökla – leiðangrar Erich von Dryglaski á vesturströnd Grænlands (1891, 1892-1893)

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir, Jarðvísindastofunnar og Norðurslóðaátaks Háskóla Íslands föstudaginn 4. maí frá klukkan 12-13 í stofu N-132 í Öskju, Háskóla Íslands

Hreyfingar jökla – leiðangrar Erich von Dryglaski á vesturströnd Grænlands (1891, 1892-1893)

Erich von Drygalski var einn af fyrstu vísindamönnunum til að setja fram líkan um hreyfingu jökla, sem styðst við eðlisfræðileg lögmál. Líkan hans skýrir þróun landslags á Norður-Þýskalandi, sem var undir skandinavíska ísaldarjöklinum, en hann skorti jaðarskilyrði fyrir jöfnurnar.  Í tveimur leiðöngrum til vesturstrandar Grænlands rannsakaði hann hreyfingu lítilla jökla og íshvelsins á svæðinu, auk þess sem hann kannaði veðurfars- og líffræðilega þætti í umhverfinu.  Hann taldi að á Grænland væri að finna sömu aðstæður og á ísöld og að Grænlendingar hefðu lagað sig vel að þeim aðstæðum. Drygalski setti fram líkan hvernig jökull hreyfist þegar ís við botn bráðnar vegna aukins þrýstings framan við ójöfnur og frýs aftur handan við þær og þar með færist hann úr stað.

Dr. Cornelia Lüdecke er prófessor við Háskólann í Hamborg og Menntavísindastofnunina í Munchen. Hún kennir jarðvísindasögu og leiðir fjölda alþjóðlegraverkefna á sviði veðurfræða, hafvísinda og heimsskauta rannsókna. Hún hefur gefið út 15 bækur og skrifað um 180 greinar á þessum sviðum.