Landamæri og alþjóðavæðing

Fimmtudaginn 17. maí kl. 12:00-13:00 í Odda 201, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Landamæri og alþjóðavæðing

Á þessum fundi verða kynntar fyrstu niðurstöður verkefnisins Landamæri og alþjóðavæðing, sem snýr að rannsóknum á landamærum og landamærastefnum 15 ríkja víðsvegar um heiminn. Rætt verður hvernig landamærastefnur eru í síauknum mæli að færast frá áherslu á föst svæðisbundin landamæri í átt að áherslu á virkni landamæranna í nýju samskiptaumhverfi landa.

Emmanuel Brunet-Jailly er prófessor í opinberri stjórnsýslu við Viktoríu háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Hann er einnig Jean Monnet prófessor og forstöðumaður Evrópufræðaseturs háskólans.

Fundarstjóri: Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.