Fréttir frá Palestínu

Opinn fundur Höfða friðarseturs, Alþjóðamálastofnunar og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 24. maí kl. 8:30 til 9:30 í Odda 101 í Háskóla Íslands

Morgunverðarfundur um fjölmiðlaumhverfið í Palestínu og þá erfiðleika sem fréttamenn standa frammi fyrir í störfum sínum á þessu stríðshrjáða svæði. Þá verða áhrif samfélagsmiðla á fréttaflutning Palestínumanna af hernámi Ísrael gerð sérstök skil.

Frummælendur:
Juman Ali Mustafa Quneis er kennari og forstöðukona við fjölmiðladeild Birzeit háskóla í Palestínu. Hún er með MA gráðu í Mannréttinda- og lýðræðisfræðum og hefur áralanga reynslu af sjónvarps- og útvarpsdagskrárgerð. Sem dæmi var hún umsjónarmaður þekkts sjónvarpsþáttar um viðkvæm samfélagsleg málefni, “Lazem Nehki”. Auk þess hefur Juman gefið út fjórar bækur og fjölda greina, t.d. um áhrif trúarlegra sjónvarpsútsendinga Íslam á konur í Palestínu, um ágreining Fatah og Hamas, og um fjölmiðla í Palestínu.

Mohammad Abualrob er lektor við fjölmiðladeild Birzeit háskóla. Hann lauk doktorsprófi í fjölmiðlafræðum frá Vínarháskóla í Austurríki. Mohammad hefur gefið út bækur og greinar um fjölmiðla, trúarbrögð og stjórnmál í Miðausturlöndum. Hann hefur staðið fyrir fjölmiðlaþjálfun fyrir ýmsa hópa um samfélagsmiðla og vefmiðla í samstarfi við UNESCO og World Bank.

Allir velkomnir. Kaffiveitingar í boði frá kl. 8:15.