Fimmtudaginn 14. júní kl. 9.00 – 10.30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands
Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og samstarfsaðila Snjallræðis
Hvað er samfélagsleg nýsköpun?
Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, heldur opið erindi um samfélagslega nýsköpun. Umræðan verður sett í samhengi við fjórðu iðnbyltinguna og áherslur í nýsköpun og hugvitsdrifnum hagkerfum. Hvað er samfélagsleg nýsköpun og hvað þarf frumkvöðlastarfsemi að fela í sér svo hún geti talist samfélagsleg?
Örkynningar á áhugaverðum samfélagsverkefnum sem sýna glöggt fjölbreytt litróf samfélagslegarar nýsköpunar hér á landi.
Kynning á Snjallræði, fyrsta íslenska samfélagshraðlinum sem hefur göngu sína næstkomandi haust.
Ekki láta þennan viðburð framhjá ykkur fara!
Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi.
Allir velkomnir!
Frekari upplýsingar á www.snjallraedi.is