Pólitísk áhrif í hnattrænum heimi

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, mánudaginn 25. júní frá kl. 15:30 til 16:30 í stofu 101 Háskólatorgi í Háskóla Íslands

Pólitísk áhrif í hnattrænum heimi: Ný nálgun í smáríkjafræði

Aukin hnattvæðing hefur gert það að verkum að ríki heims eru mun tengdari og háðari hvort öðru en áður. Þetta hefur leitt af sér nýjar fræðilegar aðferðir til að rannsaka breytt öryggisumhverfi smáríkja og stöðu þeirra. Í þessum fyrirlestri mun Dr. Alina Vladimirova, fjalla um þessar nýju aðferðir til að skoða áhrif hnattvæðingar og víxlverkunar á smáríki og hvernig þær geta breytt því hvernig við lítum á stöðu þeirra í alþjóðakerfinu.

Dr. Alina Vladimirova er fræðimaður við rannsóknasetur um Suðaustur – Asíu, Ástralíu og Eyjaálfu, við rússnesku vísindaakademíuna. Hún hefur stundað rannsóknir á mismunandi myndum valds í alþjóðakerfinu, og greint pólitískt vald með sérstakri áherslu á smáríki. Nokkrar af greinum hennar hafa hlotið viðurkenningar.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum