Parísarsamningurinn tveimur árum seinna – Hverju hefur verið áorkað og hvað þarf að gera?   

Þriðjudaginn 2. október kl. 12:45-14:00, stofu N-132 í Öskju, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum framhaldsnáms í Umhverfis- og auðlindafræði og Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi

Parísarsamningurinn 2 árum seinna – Hverju hefur verið áorkað og hvað þarf að gera?                                                                                                                                      

Eitt mikilvægasta skrefið í átt að grænni og umhverfisvænni hagkerfum á alþjóðavísu er samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni í París í desember 2015, og var undirritað í New York í apríl 2016. Alls eru nú 194 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að samningnum.

Á fundinum verður farið yfir stöðu mála í dag hvað varðar markmið Parísarsamkomulagsins og aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Fjallað verður um þann árangur sem hefur náðst auk þess sem gert verður grein fyrir brýnustu verkefnunum framundan, bæði frá sjónarhóli Íslands og Evrópusambandins.

Frummælendur:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi

Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Umhverfis- og auðlindafræði á Facebook:
https://www.facebook.com/umhverfi/
Rannsóknasetur um norðurslóðir á Facebook:
http://www.facebook.com/Centre.for.Arctic.Policy.Studies
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi á Facebook:
https://www.facebook.com/Evropusambandid