Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum

Mánudaginn 15. október kl. 12:00-13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Rauða krossins á Íslandi.

Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum

Í ár eru 10 ár liðin frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1820, sem segir að beiting kynferðisofbeldis sem vopns í  átökum sé bæði stríðsglæpur og ógn við friði og öryggi á alþjóðlegum vettvangi. Á þessum opna fundi mun Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) fjalla um baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og aðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar til að sporna við því og aðstoða þolendur.

Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í stjórnum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og  Rauða krossinum á Íslandi.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Nánari upplýsingar:
www.fridarsetur.is
Höfði friðarsetur á Facebook: www.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/