Opnað hefur verið fyrir skráningu á málþing um fullveldi og þjóðaröryggi

Þjóðaröryggisráð og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands standa fyrir málþingi um fullveldi og þjóðaröryggi.

Málþingið verður í haldið í Silfurbergi, Hörpu föstudaginn 23. nóvember frá klukkan 13:00 – 18:00.

Í ár er haldið uppá 100 ára afmæli fullveldis Íslands og því vel við hæfi að fjalla um fullveldishugtakið með tilliti til þjóðaröryggis; hvernig það hefur þróast frá 1918 og hvaða áhrif hnattræn þróun, tæknileg þróun og loftslagsbreytingar kunna að hafa á inntak fullveldishugtaksins og alþjóðleg samskipti. Að hvaða marki hefur þróun í alþjóðamálum áhrif á inntak fullveldishugtaksins og sjálfsákvörðunarrétt ríkja?

Málþinginu er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er sjónum beint að inntaki fullveldishugtaksins; í öðrum hluta er fjallað um þjóðaröryggi; og í þriðja hluta eru áskoranir framtíðar reifaðar með tilliti til fullveldis og þjóðaröryggis.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá

Vinsamlegast skráið þátttöku hér