Georgía eftir fall kommúnismans: Hugmyndafræðilegur grunnur nýrrar stjórnnmálastéttar

Fimmtudaginn 31. janúar kl. 12:00-13:00 í Lögbergi, L-103

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Georgía eftir fall kommúnismans: Hugmyndafræðilegur grunnur nýrrar stjórnnmálastéttar

Í kjölfar þess upplausnarástands sem myndaðist við fall kommúnismans í Georgíu tók nýfrjálshyggja yfir sem ráðandi hugmyndafræði stjórnmálastéttarinnar. Hugmyndafræði nýfrjálshyggju hefur markvisst verið beitt til að hreinsa út sovésk áhrif  bæði í pólitísku- og mennningarlegu lífi landsins. Á þessum opna fundi mun Bakar Berekashvili fjalla um söguna á bakvið það hvernig nýfrjálshyggjan hefur rutt sér til rúms í Georgíu en einnig varpa ljósi á meginástæður þeirrar nostalgíu til kommúnísks tíma sem gætt hefur að undanförnu.

Bakar Berekashvili, lektor við Georgian American University

Fundarstjóri: Jón Ólafsson, prófessor við íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun