Norðurskautsráðið og þróun milliríkjasamninga

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands, fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 12:00-13:00 í stofu 103 í Lögbergi.

Norðurskautsráðið, sem stofnað var með Ottawa yfirlýsingunni 1996, er samstarfsvettvangur  þeirra ríkja sem liggja að Norðurheimsskautssvæðinu. Þar sem Norðurskautsráðið telst ekki sjálfstæð lögpersóna að þjóðarrétti getur það ekki samið löggjöf eða milliríkjasamninga en hefur engu að síður haft áhrif á þróun milliríkjasamninga á svæðinu. Í þessu erindi fjallar Dr. Natalia Lukacheva um áhrif Norðurskautsráðsins, bæði aðkomu þess að bindandi milliríkjasamningum sem þegar eru í gildi, og möguleika þess á að hafa áhrif á þróun nýrra samninga.

Dr. Natalia Loukacheva er rannsóknastjóri á sviði frumbyggjaréttar og stjórnarhátta, og dósent í stjórnmálafræði við University of Northern British Columbia í Kanada. Hún er höfundur bókarinnar The Arctic Promise: Legal and Political Autonomy of Greenland and Nunavutog ritstjóri fyrstu kennslubókanna í Heimsskautarétti Polar Law TextbookPolar Law Textbook IIog Polar Law and Resources