Framtíð Evrópusamrunans frá spænsku sjónarhorni

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Elcano Royal Institute í Madrid, þriðjudaginn 9. apríl kl. 16:30-18:00 í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.

Framtíð Evrópusamrunans frá spænsku sjónarhorni

Á fundinum mun Ignacio Molina fara yfir helstu áskoranir og tækifæri sem blasa við Evrópusambandinu í dag. Vaxandi lýðskrum, Brexit og nýjar öryggisógnir hafa leitt til óvissu um framtíð Evrópusambandsins. Þó eru ýmis tækifæri til þess að dýpka samrunann frekar, meðal annars þegar kemur að stefnumótun varðandi evruna, fólksflutninga og öryggismál.

Tregða til frekari samruna hjá nokkrum aðildarríkjum hefur veitt Spáni tækifæri til að styrkja stöðu sína innan ESB, í ljósi efnahagsstöðugleika landsins og vilja til frekari samruna. Pólitískur óstöðugleiki vegna aðstæðna í Katalóníu gætu þó haft áhrif á stöðu Spánar í Evrópusambandinu.

Ignacio Molina er fræðimaður við Elcano Royal Institute og kennari við stjórnmálafræðideild  háskólans í Madrid.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Fundurinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum

Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.