Friður og öryggi á norðurslóðum

Föstudaginn 29. mars stóðu Rannsóknasetur um norðurslóðir, Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Harvard Kennedy School, Belfer Center fyrir hringborðsumræðum í Höfða um frið og öryggi á norðurslóðum.

Aðdragandi fundarins var að Elbe hópurinn, sem sem er hópur fyrrverandi háttsettra fulltrúa hers- og leyniþjónustu Rússlands og Bandaríkjanna hittist einu sinni á ári, ræðir og ályktar um öryggismál. Að þessu sinni var fundur þeirra haldinn á Íslandi þar sem þeir ræddu við íslenska sérfræðinga úr fræðasamfélaginu, opinbera geiranum og einkageiranum um frið og öryggi á norðurslóðum.

Hér eru nokkrar myndir sem Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskóla Íslands, tók á fundinum.