Viltu læra meira um samningatækni og átakafræði?

Höfði friðarsetur við Háskóla Íslands og sérfræðingar frá The Negotiation Task Force við Davis Center, rannsóknarsetur í rússneskum, austurevrópskum og mið-asískum fræðum, við Harvard háskóla, bjóða upp á 5 daga námskeið í samningatækni og átakafræði í Háskóla Íslands, 19 – 23. ágúst 2019. Námskeiðið byggir á „Harvard aðferðinni˝ í samningatækni sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim og er ætlað að kenna þátttakendum hvernig á að undirbúa sig fyrir, taka þátt í og meta flóknar samningaviðræður á alþjóðavettvangi.

Markmiðið með námskeiðinu er að leiða saman unga upprennandi leiðtoga frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Evrópu, þar á meðal frá Íslandi, sem hafa áhuga á alþjóðamálum, friðar- og átakastjórnun og öryggi. Námskeiðið mun veita íslenskum þátttakendum einstakt tækifæri til að bæta kunnáttu sína í samningatækni og efla tengsl við aðra unga leiðtoga frá þátttökulöndunum.

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur aukinn skilning á raunverulegum áskorunum þessa heimshluta og auka færni sína í samningatækni, sem þeir geta nýtt sér í störfum sínum. Auk þess mun námskeiðið bjóða upp á kennslu um landsvæðið, meðal annars um samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og rússnesk stjórnmál, en kennslan verður í höndum sérfræðinga á þessu sviði.

Umsóknarfrestur er 19. maí 2019. Tekið er á móti umsóknum á ensku á DavisCenterNTF@fas.harvard.edu

Til að sækja um vinsamlegast sendið eftirfarandi:

• Ferilskrá

• Ástæður umsóknar/motivational letter (hámark 500 orð).

Frekari upplýsingar veitir Auður Birna Stefánsdóttir/ audurstefans@hi.is