Svipmyndir frá Silkileið norðursins: Vaxandi samstarf Kína og Rússlands á norðurslóðum

Þriðjudaginn 21. maí frá kl. 12:00-13:00 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands

Svipmyndir frá Silkileið norðursins: Vaxandi samstarf Kína og Rússlands á norðurslóðum

Fyrirlestur með Marc Lanteigne frá Háskólanum í Tromsö, 

Rasmus Bertelsen, frá Háskólanum í Tromsö leiðir umræður

Frá 2017 hefur Kína unnið að framkvæmd norðurslóðastefnu sinnar og hefur áætlun þeirra um belti og braut verið útvíkkuð til norðurs. Þrátt fyrir að hafa í upphafi haft vissar efasemdir um aðkomu Kína að málefnum norðurslóða hefur ríkisstjórn Putins sóst eftir auknu samstarfi við Kínverja til að efla eigin norðurslóðastefnu. Samstarf ríkjanna í norðri hefur því undanfarið snúist að miklu leyti um að byggja upp Silkileið norðursins, með áherslu á siglingar og uppbyggingu innviða. Þá hafa Rússland og Kína einnig aukið samstarfið í rannsóknum sem gefur Kína aukið vægi í umræðunni um norðurslóðir. 

Nýleg gagnrýni Bandaríkjaforseta á samstarf Kína og Rússlands á norðurslóðum gæti haft önnur en tilætluð áhrif og í raun ýtt undir frekara samstarf Rússlands og Kína í stað þess að hindra það. Silkileið norðursins gæti því greitt leiðina og orðið vettvangur að norðurslóðum fyrir aðra aðila og þannig ögrað núverandi kerfi, jafnvel Norðurskautsráðinu. Áhugavert er að velta fyrir sér hver viðbrögð Bandaríkjanna og Norðurlandanna við auknu samstarfi Rússalands og Kína á norðurslóðum kunna að verða.