Ný Stoltenberg skýrsla rædd í Norðurlandaráði

Ný Stoltenberg-skýrsla var rædd á septemberfundi Norðurlandaráðs. Þar fór Ulf Sverdrup forstjóri utanríkisstofnunar Noregs (NUPI) yfir hvernig innleiðing Stoltenberg-skýrslunnar hefur verið háttað frá árinu 2009, byggt á skýrslunni „10 years on: Reassessing the Stoltenberg Report“. Skýrslan sem kom út í maí sl. var unnin af Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og NUPI í samstarfi við norrænu alþjóðamálastofnanirnar DIIS, FIIA og UI.

Í máli hans kom fram að margt af því sem Thorvald Stoltenberg lagði til í skýrslu sinni hafi verið framkvæmt og að skýrslan fæli fyrst og fremst í sér nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf. Með henni væri kleift að ræða varnar- og öryggismál í norrænu samhengi.

„Ég tel góðar ástæður fyrir því að fylgja skýrslunni eftir með nýrri skýrslu. Að mínu viti ætti hún að koma frá hinum norrænu forsætis- eða utanríkisráðherrum og ég tel að það væri gott fyrir norrænt samstarf ef starf hópsins sem að skýrslunni stendur einkenndist af hugmyndaauðgi og nýsköpun. Ég myndi vilja sjá víðtækt umboð“ sagði Sverdrup.

Fréttina í heild má finna á heimasíðu Norðurlandaráðs 

Og hér má finna skýrsluna 10 years on Reassessing the Stoltenberg Report