Samtal um þjóðaröryggi: Lýðræði og fjölþátta ógnir

Samtal um þjóðaröryggi: Lýðræði og fjölþátta ógnir

 

Haustið 2019 stendur þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og fleiri aðila fyrir tveimur opnum fundum og einni ráðstefnu um fjölþátta ógnir (e. hybrid threats).

Birtingarmyndir fjölþátta ógna geta verið margvíslegar og haft víðtæk áhrif á samfélög en á þessum fundi verður áherslan á falsfréttir, fjölmiðlalæsi, opna lýðræðislega umræðu og samfélagsleg gildi.

 

OPINN FUNDUR MÁNUDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 10-12 Í NORRÆNA HÚSINU Á VEGUM ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐS.

Opnunarávarp: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs

Frummælendur verða tveir gestafyrirlesarar þær Renee DiResta frá Bandaríkjunum og Sophie Roberts, frá Bretlandi en hún tekur virkan þátt í störfum öndvegisseturisins í Helsinki um fjölþáttaógnir.

Þau Elva Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands taka þátt í pallborðsumræðum ásamt frummælendum.

Fundarstjóri: Jón Gunnar Ólafsson, aðjúnkt í fjölmiðlafræði við Goldsmiths, University of London

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.Dagskrá