Propaganda 2.0 / Áróður 2.0

 

 

Propaganda 2.0 / Áróður 2.0

 

Opinn fyrirlestur miðvikudaginn 18.september kl. 12:00 – 13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík.

 

Á þessum opna fyrirlestri mun DiResta skoða hinar ýmsu hliðar upplýsingaóreiðu, eins og falsupplýsingar, upplýsingafölsunog stafrænan áróður, sem reglulega dreifist stjórnlaust á samfélagsmiðlum.

 

DiResta ræðir einnig hvernig ákvarðanir tæknifyrirtækja urðu grunnurinn að samskiptainnviðum okkar tíma og hvernig hinir ýmsu gerendur – allt frá samsæriskenningarsmiðum  og hryðjuverkamönnum til ríkisstjórna – nota það sér í hag til þess að ná árangri í raunheimum. Hún skoðar einnig þróanir í upplýsingahernaði og hvernig verið er að takast á við þá þróun.

 

Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku.

 

Renée DiResta er 2019 Mozilla Fellow, forstöðumaður tæknirannsókna hjá internet rannsóknarmiðstöð Stanford, sérfræðingur í fjölþátta ógnum, gagnamiðlun, falsupplýsingum og trausti. Hún rannsakar dreifingu skaðlegra frásagna á samfélagsmiðlum og ráðleggur stjórnvöldum hvernig best sé að bregðast við þessum vanda, m.a. hefur hún ráðlagt bandaríska þinginu og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún hefur stundað nám í upplýsingafölsun og stafrænum áróði í tengslum við samsæri, hryðjuverk og ríkisstuddan upplýsingahernað. Fjallað hefur verið um DiResta, rannsóknir hennar og skrif í New York Times, Washington Post, CNN, CNBC, Bloomberg, Buzzfeed, The Economist, Wiredo.fl.

 

Fundarstjóri: Oscar D. Avila, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins.

 

 

 

Auglýsing