Vísindi á norðurslóðum
Fyrirlestraröð Háskóla Íslands
Veturinn 2019-2020
Málefni norðurslóða hafa í vaxandi mæli ratað í umræðuna á undanförnum misserum. Áhrif loftslagsbreytinga eru víðtæk, hitamet falla sem hefur mikil áhrif á bæði umhverfið og allt líf á norðurslóðum.
Við Háskóla Íslands leggur fjöldi fræðimanna stund á rannsóknir sem tengjast norðurslóðum. Markmið þessarar fyrirlestraraðar er annars vegar að kynna þá fjölbreyttu flóru rannsókna við háskólann sem lúta að norðurslóðum og hinsvegar að efla opinbera umræðu um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leita góðra leiða til að takast á við þær.
Dagskrá fundaraðar haustmisseri 2019
Fundirnir verða haldnir í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar, Arngrímsgötu 3
5.september frá kl. 12:00 – 13:00
Hafísinn við Ísland: Áhrif hans fyrr á tímum, rannsóknir og framtíðarhorfur.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Jarðvísindadeild.
1.október frá kl. 12:00 – 13:00
Notkun áhættugreiningaraðferða til að meta björgunarviðbúnað á norðurslóðum
Björn Karlsson, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
25.október frá kl. 12:00 – 13:00
Söknuðurinn eftir Grænlandi. Íslensk-grænlensk samskipti á 19. og 20. öld
Sumarliði Ísleifsson, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild.
7.nóvember frá kl. 12:00 – 13:00
Kerfislæg áhætta tengd olíuslysum á hafi úti og möguleg áhrif á norðurslóðum
Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild.
21.nóvember frá kl. 12:00 – 13:00
Norðurslóðir á ferðinni: Álitamál, áskoranir og möguleikar ferðaþjónustu
Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild.