Málstofa á vegum Hagfræðistofnunar og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 1. október frá kl. 16 til 18 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.
Fyrirlestur haldinn í tilefni útgáfu samnefndrar bókar eftir Svein Harald Øygard. Bókin fjallar um kreppu og viðsnúning og hefur að geyma fjölda frásagna af samskiptum höfundar við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum. Bókin veitir innsæi í heim fjármála sem má heimfæra upp á atburði í stærri löndum þar sem erfiðara er að nálgast gögn og dregur höfundur ályktanir um orsakir kreppunnar árið 2008 og leiðir til þess að glíma við sambærilegar kreppur í framtíðinni.
Svein Harald var seðlabankastjóri á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Áður en hann tók við stöðu seðlabankastjóra hér á landi var hann ráðgjafi hjá McKinsey & Co
Að loknum fyrirlestri verða pallborðsumræður með eftirfarandi þátttakendum:
Gunnar Haraldsson, formaður fjármálaráðs, framkvæmdastjóri Intellecon og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi alþingismaður