Tollastríðið og áhrif þess á samband Kína og Bandaríkjanna

Opinn fyrirlestur þriðjudaginn 15.október kl. 12-13 í Oddi-201, Háskóla Íslands.

Þann 15.október mun Marc Lanteigne, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsø: The Arctic University of Norway, halda fyrirlestur um samband Kína og Bandaríkjanna og tollastríðið þeirra á milli.

Tollastríðið á milli Kína og Bandaríkjanna sem hófst í fyrra hefur haft gífurlega neikvæð áhrif á þegar stirt samband ríkjanna, sérstaklega í ljósi vaxandi efnahagsstyrks og áhrifa Kína. Bandaríkin hafa haldið því fram að efnahagsþvinganir gagnvart Kína séu nauðsynlegar til þess að stunda sanngjörn tvíhliða viðskipti. Samkvæmt Lanteigne er þó ástæða efnahagsþvingananna hugsanlega undirliggjandi áhyggjur Bandaríkjanna af þróun efnahags Kína úr efnahagi byggðum á fjöldaframleiðslu yfir í tækniþekkingu í fremstu röð, sem ógnar yfirburðum Bandaríkjanna í heimi fjórðu iðnbyltingarinnar.

Hvorugt ríkið hefur sýnt vilja til þess að semja og áhyggjur eru um mögulegar stigvaxandi aðgerðir vegna tollastríðsins og hugsanlegar afleiðingar þeirra fyrir aðrar þjóðir. Ísland, rétt eins og aðrar þjóðir í Evrópu, gæti þurft að endurhugsa efnahagstengsl sín við bæði ríkin ef endalok tollastríðsins eru ekki í augsýn.

 

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.