Norðurlöndin sjálfbærasta svæði í heimi? Hlutverk og ábyrgð fyrirtækja

Opinn fundur 24. október frá kl. 13:15 – 15:15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna, Festu- miðstöð um samfélagsábyrgð og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands

Norðurlöndin hafa lýst því yfir að þau verði sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030. Hvað felst í því og hvað þarf að gerast til þess að markmiðið náist? Hvaða hlutverk hafa fyrirtæki að gegna? Við leitumst við að svara þessum spurningum á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október næstkomandi. Viðburðinum verður skipt í tvær málstofur, sú fyrri fjallar um áætlun Norðurlandanna og fer fram á ensku og sú seinni um aðgerðir fyrirtækja á Íslandi og fer fram á íslensku.


Framsögumenn og konur eru m.a.:

Hakan Juholt, sendiherra Svíþjóðar

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu

Rannveig Rist, forstjóri Ísál

Kjartan Gíslason, eigandi Omnom

Fundarstjóri: Elín Hirst 

Fundurinn er opinn öllum á meðan að húsrúm leyfir
Ítarleg dagskrá væntanleg