Brexit og áhrif þess á Möltu

Opinn fundur þriðjudaginn 29. október kl. 12-13 í Odda-106, Háskóla Íslands

 

Þriðjudaginn 29. október mun Dr. Mark Harwood, forstöðumaður Evrópufræðastofnunar Háskólans Möltu ræða hin miklu og víðtæku áhrif sem Brexit hefur á Evrópusambandið og aðildaríki þess, með sérstaka áherslu á Möltu. Malta og Bretland hafa verið nátengd í meira en 200 ár og eru mörg mikilvæg innviði Möltu byggð á breskri fyrirmynd, eins og t.d. stjórnkerfi, menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Þetta nána samband var einnig mjög virkt innan ESB og stofnana þess, þar sem samstarf ríkjanna var náið í hagsmunagæslu sinni. Brexit og afleiðingar þess eru því mikið áhyggjuefni fyrir maltnesku ríkisstjórnina og verða áhrifin víðtæk. Stór hluti maltneskra ríkisborgara býr í Bretlandi og stærsti hluti erlendra borgara á Möltu eru Bretar. Einnig hefur Bretland verið bandamaður Möltu í andstöðunni við aukinn samruna í Evrópu og að ESB færist nær því að verða sambandsríki. Mark mun reyna að svara hvar mestu áhrif Brexit munu koma fram og mun ræða hvernig maltneska ríkisstjórnin vinnur að því milda höggið við útgöngu Bretlands og leit þess að mögulegum tækifærum.

Fundarstjóri: Magnús Árni Skjöld Magnússon, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.