Norðurslóðir á ferðinni: Álitamál, áskoranir og möguleikar ferðaþjónustu

Norðurslóðir hafa á undanförnum árum orðið miðlægar í umræðu um loftslagsbreytingar, auðlindanýtingu og varnarmál. Í þessu erindi verður fjallað um hvernig ferðaþjónusta hefur tengst og haft áhrif á vaxandi vægi norðurslóða í ólíku samhengi. Athygli verður beint að sameiginlegum áskorunum og einnig því sem greinir ólíka staði á norðurslóðum að þegar kemur að möguleikum ferðaþjónustu til að efla samfélög.

 

Gunnar Þór Jóhannesson er prófessor í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum hliðum ferðamennsku á norðurslóðum, s.s. nýsköpun og frumkvöðulshætti, mótun áfangastaða og stefnumótun.


Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Vísindi á norðurslóðum: 
Málefni norðurslóða hafa í vaxandi mæli ratað í umræðuna á undanförnum misserum. Áhrif loftslagsbreytinga eru víðtæk bæði á umhverfið og allt líf á norðurslóðum. Við Háskóla Íslands leggur fjöldi fræðimanna stund á rannsóknir sem tengjast norðurslóðum. Markmið þessarar fyrirlestraraðar er annars vegar að kynna þá fjölbreyttu flóru rannsókna við háskólann sem lúta að norðurslóðum og hinsvegar að efla opinbera umræðu um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leita góðra leiða til að takast á við þær.