Eldfimt ástand í Miðausturlöndum

Opinn fundur Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, fimmtudaginn 16. janúar í sal 105 á Háskólatorgi frá kl. 12 til 13

Eldfimt ástand í Miðausturlöndum:
Stefnir í stríð milli Bandaríkjanna og Írans?

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Miðausturlandafræðum við Williams College í Bandaríkjunum, heldur erindi á hádegisfundi Alþjóðamálastofnunar þar sem hann ræðir þá flóknu og viðkvæmu stöðu sem blasir nú við í þessum heimshluta. Samskipti Bandaríkjanna og Íran hafa sjaldan verið erfiðari og menn óttast að stríðsátök brjótist út.

Að loknu erindi Magnúsar tekur hann þátt í pallborðsumræðum ásamt Ólöfu Ragnarsdóttur, fréttamanni á RÚV og Þóri Hraundal, lektor við mála- og menningardeild HÍ.

Fundarstjóri: Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.