Fyrirlestraröð Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um norðurslóðir veturinn 2019-2020
Vísindi á norðurslóðum
Málefni norðurslóða hafa í vaxandi mæli ratað í umræðuna á undanförnum misserum. Áhrif loftslagsbreytinga eru víðtæk bæði á umhverfið og allt líf á norðurslóðum.
Við Háskóla Íslands leggur fjöldi fræðimanna stund á rannsóknir sem tengjast norðurslóðum. Markmið þessarar fyrirlestraraðar er annars vegar að kynna þá fjölbreyttu flóru rannsókna við háskólann sem lúta að norðurslóðum og hinsvegar að efla opinbera umræðu um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leita góðra leiða til að takast á við þær.
Dagskrá fundaraðar vormisseris 2020
22. janúar frá 12:00-13:00 í Odda 101
Frásagnarhefð og efnisleiki lunda og hvítabjarna
Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði og
Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í safnafræði
6. febrúar frá 12:00-13:00 í Veröld 023
Eldgos og önnur náttúruvá á norðurslóðum
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði
10. mars frá 12:00-13:00 í Veröld 023
Eyjavistkerfi norðurslóða: Áhrif loftslagsbreytinga og beitar
Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild
16. apríl frá 12:00-13:00 í Lögbergi 101
Japan og norðurslóðir
Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönsku
7. maí frá 12:00-13:00 í Odda 101
Norðlægir dýrastofnar á öld mannsins: Áhrif umhverfis, manns og verndarsvæða
Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Félagsvísindasvið