Fréttabréf Alþjóðamálastofnunar 2014

 

Það var mikið um að vera hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands á árinu 2014 og setrunum tveimur sem heyra undir stofnunina: Rannsóknasetri um smáríki og Rannsóknasetri um norðurslóðir. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru.

 

Rannsóknasetur um smáríki hlaut stóran Erasmus+ styrk

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hlaut á árinu styrk úr nýrri menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Styrkurinn hljóðar upp á samtals 36 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða tveggja ára stefnumiðað samstarfsverkefni á háskólastigi. Háskóli Íslands leiðir verkefnið en fimm aðrir háskólar taka þátt í því: Kaupmannahafnarháskóli, Háskólinn í St. Andrews í Skotlandi, Háskólinn í Vilnius, Háskólinn í Tallinn og Háskólinn á Möltu. Rannsóknasetur um smáríki heyrir undir Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Pia Hansson, forstöðumaður Rannsóknaseturs um smáríki, Jón Gunnar Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Rannsóknasetri um smáríki og Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þróuðu verkefnið og vinna að því fyrir hönd Háskóla Íslands í samvinnu við fræðimenn í háskólunum fimm. Fyrsti vinnufundur var haldinn í Kaupmannahafnarháskóla föstudaginn 19. september. Á næstu tveimur árum munu skólarnir sex vinna að því að þróa nánara samstarf á sviði smáríkjafræða. Fjármunir verða nýttir til að halda sumarskóla, ráðstefnur, standa að stúdentaskiptum og þróa samstarf í kennslu.

Erasmus+ styrkurinn er mikil viðurkenning á starfi smáríkjasetursins sem hefur sérhæft sig í stöðu smáríkja í Evrópu. Árið 2013 hlaut setrið öndvegissetursstyrk frá menntaáætlun Evrópusambandsins og starfar nú sem Jean Monnet Centre of Excellence. Stofnun öndvegissetursins var framhald á fyrri viðurkenningum sem setrið hefur hlotið en þar má helst telja styrkveitingar til reksturs sumarskóla um smáríki síðastliðin tólf ár og styrki til kennsluþróunar í Evrópufræðum, í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

Úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við ESB

Alþjóðamálastofnun vann ítarlega úttekt á aðildarviðræðum Íslands við ESB. Hún var unnin fyrir Alþýðusamband ÍslandsFélag atvinnurekendaSamtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands og kynnt á Grand Hótel 7. apríl. Fundurinn var sýndur í beinni vefútsendingu á Vísi.is og RÚV.is og mikið var fjallað um úttektina í fjölmiðlum í kjölfarið.

Höfundar úttektar Alþjóðamálastofnunar eru Auðunn Arnórsson, Ásgeir Jónsson, Bjarni Már Magnússson, Daði Már Kristófersson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Jón Gunnar Ólafsson, Pia Hansson, Tómas Joensen og Vilborg Ása Guðjónsdóttir.

Úttektina í heild má nálgast hér: http://ams.hi.is/wp-content/uploads/2014/03/Uttekt-AMS-um-adildarvidraedur-Islands-vid-ESB.pdf

Executive summary á ensku má nálgast hér: http://ams.hi.is/wp-content/uploads/2014/03/IIA_EU_Iceland_Report_Executive-Summary.pdf

 

Ráðstefnan Efst á heimskautsbaugi heppnaðist vel

Dagana 28. og 29. október stóð Rannsóknasetur um norðurslóðir í annað sinn að árlegu ráðstefnunni Efst á heimskautsbaugi (The Trans-Arctic Agenda). Ráðstefnan var haldin á Center Hotel Plaza í Reykjavík og fjallaði um stjórnun, samstarf og sjálfbærni á norðurslóðum. Hún heppnaðist í alla staði vel og var sótt af fjölda fólks úr fræðasamfélaginu, hinu opinbera og sendifulltrúum erlendra ríkja.

Ráðstefnan var styrkt af bandaríska utanríkisráðuneytinu og Arctic Studies sjóðnum, og sendinefnd ESB á Íslandi og sendiráð Kanada héldu móttökur fyrir gesti. Fyrirlesarar voru 33 talsins og komu frá 14 löndum. Að auki tóku 10 framhaldsnemar frá Íslandi og Noregi þátt, en þeir tóku saman erindin og mynda þannig grunn að lokaskýrslu sem mun koma út á næstu vikum.

Myndir frá ráðstefnunni er að finna á heimasíðu Rannsóknaseturs um norðurslóðir: http://ams.hi.is/myndir/

Þá var ráðstefnan í heild sinni tekin upp, sjá hér: https://www.youtube.com/results?search_query=trans+arctic+agenda

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér: http://ams.hi.is/wp-content/uploads/2014/10/The-Trans-Arctic-Agenda-2014-Programme.pdf

 

Undirbúningur friðarseturs

Í október tilkynnti borgarstjóri Reykjavíkur að borgarráð hefði ákveðið að veita styrk til Alþjóðamálastofnunar til að hefja undirbúning að stofnun friðarseturs í samstarfi við borgina. Friðarsetrið hafi það að markmiði að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heiman. Með starfi friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi milli einstaklinga og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana. Auk þess verði unnið að því að auka almennt þekkingu á því hvernig megi stuðla að friði með fræðslu og stuðningi við rannsóknir. Friðarsetur yrði þannig vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf, skipulag viðburða, ráðgjöf og fræðslu á sviði friðarmála, með áherslu á hlutverk borga og smáríkja við að stuðla að friði, friðarmenningu, afvopnun og friðarfræðslu.

 

Styrkir veittir vegna norðurslóðarannsókna

Rannsóknasetur um norðurslóðir veitti styrki til rannsóknarverkefna sem unnin verða í samstarfi við setrið. Markmið styrkjanna er að efla rannsóknir á norðurslóðum og möguleika framhaldsnema og nýrra fræðimanna, á öllum fræðasviðum, til að vinna að rannsóknarverkefnum um málefni norðurslóða. Fjölmargar hæfar umsóknir bárust en að þessu sinni voru fjórir styrkir veittir. Dr. Marc Lanteigne fékk styrk fyrir verkefni sitt Þéttskipað í norðurhöfum: Vaxandi erindrekstur Kína á norðurslóðum. Dr. Katerina Peterkova fékk styrk fyrir verkefnið Siglingar á norðurslóðum: þörfin á heildstæðara eftirlitskerfi. Dr. Jesse Hastings fyrir verkefnið Asía rís í breyttu norðri: sjónarhornið frá Íslandi. Þá var Evu Balounová, meistaranema við Háskóla Íslands, veittur styrkur fyrir verkefnið Verndun spendýra á norðurslóðum í alþjóðlegum umhverfislögum.

Auk þeirra hafa þeir Deng Beixi og Sumarliði Ísleifsson starfað sem gestafræðimenn við Rannsóknasetur um norðurslóðir.

 

Nýtt meistaranám í vestnorrænum fræðum

Rannsóknasetur um norðurslóðir hefur frá vorinu 2013 haldið utan um samnorrænt samstarfsverkefni fimm háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Færeyjum, Háskólans á Grænlandi og Nordland háskóla í Norður Noregi. Verkefnið snýst um að hanna nýtt þverfræðilegt meistaranám sem ber nafnið West Nordic Studies: Governance and Sustainable Management. Námið hefst haustið 2015 og nánari upplýsingar um það má finna á: http://westnordicstudies.net

 

Kennslubók um Evrópumál

Rannsóknasetur um smáríki hefur unnið að því á árinu að búa til kennslubók um Evrópusamrunann, sem mun koma út á fyrri hluta árs 2015. Bókin, sem styrkt er af Þróunarsjóði námsgagna, er hugsuð fyrir framhaldsskóla og er hún sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku fyrir þetta skólastig. Bókin skiptist í 10 kafla og voru fengnir 7 sérfræðingar um Evrópumál til þess að skrifa kafla í hana, þar sem ólíkar hliðar Evrópusamrunans eru skoðaðar. Ásamt almennri umfjöllun um samrunaþróun Evrópu er í bókinni einnig lögð áhersla á að skoða þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum og stöðu smáríkja innan Evrópusambandsins.

 

Opnir fundir um þróunarsamvinnu í mars

Alþjóðamálastofnun stóð fyrir fjórum opnum fundum um þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð í mars í samvinnu við utanríkisráðuneytið og námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands.

6. mars –  Val á samstarfslöndum til þróunarsamvinnu og ákvarðanir um veitingu neyðaraðstoðar. Jónína Einarsdóttir.

13. mars – Kynjasamþætting í þróunarstarfi: Á réttri leið? Þórdís Sigurðardóttir.

20. mars – Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eftir árið 2015. Guðrún Helga Jóhannsdóttir.

27. mars – Tvíhliða þróunarsamvinna og skipulag til árangurs. Engilbert Guðmundsson.

 

Opnir fundir og ráðstefnur um Evrópumál í maí og júní

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Rannsóknasetur um norðurslóðir og Evrópustofa stóðu fyrir opnum fundum og ráðstefnum í maí og júní um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum var sérstaklega beint að þjóðernishyggju, mannréttindum, norðurslóðum, loftslagsbreytingum og stjórnsýslu í smáríkjum.

13. maíÞjóðernishyggja, sjálfsmyndir og Evrópusambandið. Herman Roodenburg, Guðmundur Hálfdánarson og Alyson Bailes.

19. maí – Mannréttindi og Evrópusambandið. Kinga Göncz og Pauline Torehall.

2. júní – Norðurslóðastefna Evrópusambandsins. Fjöldi erlendra fyrirlesara fjallaði um málið frá ýmsum hliðum á þessari ráðstefnu.

5. júní – Aðgerðir Evrópusambandsins og Íslands í loftslagsmálum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fjallaði um málið frá ýmsum hliðum á þessari ráðstefnu.

25. júní – Smáríki, stjórnsýsla og Evrópusambandið. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fjallaði um málið frá ýmsum hliðum á þessari ráðstefnu.

 

Fleiri opnir viðburðir á árinu

Alþjóðamálastofnun, Rannsóknasetur um norðurslóðir og Rannsóknasetur um smáríki stóðu fyrir og tóku virkan þátt í fjölda annarra opinna viðburða í samstarfi við ýmsa aðila á árinu. Þar má meðal annars nefna:

14. janúar – Hvaða þýðingu hafa norðurslóðir? Natalia Loukacheva.

16. janúar – Arabíska vorið: Er tími vonar liðinn? Magnús Þorkell Bernharðsson.

17. janúar – Staða norðurslóða á tímum hnattvæðingar. Caroline Kennedy og Nick Lambert.

24. janúar – Málþing um Nelson Mandela.

18. febrúar – Norræn samvinna og Atlantshafsbandalagið. Opið málþing.

20. febrúar – Stjórnun norðurslóða og staðbundin þekking. Jim Gamble og Carolina Behe.

20. febrúar – Breytingar í átt til lýðræðis í Mið-Evrópu. Petr Just.

25. febrúar – Ísland í átökum stórvelda 1400-1600. Opið málþing.

24. mars – Úkraína: Staðan í dag í sögulegu samhengi. Jón Ólafsson og Sverrir Jakobsson.

28. mars – Um friðhelgi sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Mikael Magnússon.

2. apríl – Málþing um ferðamennsku og leit og björgun á norðurslóðum. Margrét Cela.

4.-5. apríl – Ráðstefna um ályktun 1325.

10. apríl – Málstofa um ferðamennsku og sjálfsmyndir á norðurslóðum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fjallaði um málið frá ýmsum hliðum á þessari ráðstefnu.

29. apríl – Málstofa um vinnuhópa Norðurskautsráðsins um verndun gróðurs og dýralífs á norðurslóðum og verndun á hafsvæðum norðurslóða. Tom Barry og Soffía Guðmundsdóttir.

14. maí – Árangursstjórnun í þróunargeiranum. Opið málþing.

27. maí – Fundur um tillögur að mótun þjóðaröryggisstefnu. Opinn fundur.

28. maí – Öryggi á norðurslóðum: Ný sjónarhorn. Per Erik Solli, Alyson Bailes og Page Wilson.

2. júní – Örugg framtíð – Í faðmi landsins. Opinn fundur með framkvæmdastýru Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, Monique Barbut.

3.-5. júlí. – Menning og öryggi: Norðlæg smáríki á óvissutímum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fjallaði um málið frá ýmsum hliðum á þessari ráðstefnu.

29. ágúst – Skotland: Nýtt sjálfstætt ríki í Norður-Evrópu? John MacDonald.

10. september – Valkostir Skotlands: Sjálfstæði eða ríkjasamband? Alyson Bailes og Baldur Þórhallsson.

11. september – Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2014. Opinn fundur.

11. september – Kosningar í Svíþjóð. Opinn fundur.

12. september – Grænland og Ísland: Krossgötur stórvelda á norðurslóðum. Damien Degeorges.

23. september – Singapore og norðurslóðir. Jesse Hastings.

30. september – Stríðsútibú: Norðurlöndin og Afganistan. Opinn fundur með Nagieb Khaja og sýning heimildarmyndar á RIFF.

1. október – Rússland og átökin í Úkraínu. Opið málþing og sýning heimildarmyndar á RIFF.

10. október – Skref til friðar. Opið málþing.

14. október – Sjálfsmyndir og mótun öryggis: Samskipti Bandaríkjanna við Indland og Kína. Jarrod Hayes.

16. október – Útskúfun eða samræður? Hvernig við eigum að haga samskiptum við Norður-Kóreu. Geir Helgeson.

20. október – Ný smáríki Evrópu? Mögulegt sjálfstæði Katalóníu. Opið málþing.

24. október – Helstu málefni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2014. Hádegisspjall með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

27. október – Smáríki í Evrópu: Slóvenía og staða þess innan Evrópusambandsins. Cirila Toplak.

28.-29. október. – Ráðstefnan Efst á heimskautsbaugi. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara tók þátt.

3. nóvember – Schengen og landamæri þess við Miðjarðarhafið: Hryllingsárið. Hugo Brady.

14. nóvember – Geta skrifræði og sköpunargáfa farið saman? Reynsla leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Maria Strömvik.

19. nóvember – Rússland, Vesturlönd og Úkraína: Nýtt kalt stríð? Andrew Cottey.

20. nóvember – Þingkosningar í Bandaríkjunum 2014. Michael Corgan.

20. nóvember – Mótun kínverskrar norðurslóðastefnu. Deng Beixi.

24. nóvember – Norræn samvinna um borgaralegt öryggi: Hvað er að gerast? Alyson Bailes og Carolina Sandö.

1. desember – Kosningar á Grænlandi: Hvað ber framtíðin í skauti sér? Inga Dóra Markussen og Damien Degeorges.

 

Útgáfa – Rannsóknasetur um smáríki

Ný ritröð um smáríki – Small State Briefs

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hefur hafið útgáfu á ritröð um smáríki þar sem nýjar rannsóknir fræðimanna í smáríkjafræðum eru kynntar á stuttan og hnitmiðaðan hátt. Smáritin eru ætluð blaðamönnum, embættismönnum, starfsmönnum sendiráða og öllum þeim sem vilja kynna sér það sem efst er á baugi í smáríkjarannsóknum.

Fimm fyrstu smáritin eru nú aðgengileg á vef Rannsóknaseturs um smáríki. Baldur Þórhallsson er höfundur smáritsins Europe: Iceland Prefers Partial Engagement in European Integration og Alyson Bailes er höfundar smáritanna Nordic Cooperation in Civil Emergencies og Nordic and Arctic Affairs: Why is ‘West Nordic’ Cooperation in Fashion? Caroline Grön er höfundur smáritsins Small States seeking influence in the European Commission: Opportunities and Constraints og Kristmundur Þór Ólafsson og Alyson Bailes eru höfundar smáritsins Nordic and Arctic Affairs: Iceland’s Security Policy: Latest Progress.

Öll smáritin má nálgast hér: http://ams.hi.is/utgafa/utgafa-rannsoknaseturs-um-smariki/

Fleiri smárit eru væntanleg á næstu vikum og mánuðum.

 

Ný útgáfa í ritröð Rannsóknaseturs um smáríki árið 2014:

Microstates as Modern Protected States: Towards a New Definition of Micro-Statehood
Höfundur: Zbigniew Dumienski

Nordic Cooperation on Civil Security: The ‘Haga’ Process
Höfundar: Alyson JK Bailes and Carolina Sandö

 

Útgáfa – Rannsóknasetur um norðurslóðir

Ný útgáfa í ritröð Rannsóknaseturs um norðurslóðir árið 2014:

China’s Emerging Arctic Strategies: Economics and Institutions
Marc Lanteigne

The Role of Russia in Regional Councils: A Comparative Study of Neighborhood Cooperation in the Baltic Sea and Barents Euro-Arctic Regions
Ingmar Oldberg

The West Nordic Council in the Global Arctic
Egill Þór Níelsson

Understanding the Arctic Council: A ‘Sub-Regional’ Perspective
Alyson JK Bailes

 

Fylgist með

Nýjar vefsíður:

Alþjóðamálastofnun: www.ams.hi.is
Rannsóknasetur um smáríki: www.csss.hi.is
Rannsóknasetur um norðurslóðir: www.caps.hi.is

Netföng: ams@hi.is and caps@hi.is

Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun og www.facebook.com/Centre.for.Arctic.Policy.Studies

Twitter: www.twitter.com/AMS_IIA og www.twitter.com/caps_staff

 

Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári og hlökkum til að samstarfs á nýju ári.