Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun en stofnunin tók til starfa árið 1990. Rannsóknasetur um smáríki, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2001, og Rannsóknasetur um norðurslóðir, stofnuð 2013, starfa innan vébanda Alþjóðamálastofnunar. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heyrir undir Félagsvísindasvið og Hugvísindasvið, en stofnunin er vistuð á Félagsvísindasviði með aðsetur á Aragötu 9, 101 rvk.