Rannsóknasetur

Rannsóknasetur um norðurslóðir

Rannsóknasetur um norðurslóðir er vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði norðurslóðarannsókna með áherslu á hlutverk og stefnu ríkja og stofnana, og stjórnarhætti á norðurslóðum. Hlutverk Rannsóknaseturs um norðurslóðir er að vinna að rannsóknaverkefnum í samstarfi við  innlenda og erlenda aðila, að auka samstarf milli fræðimanna, atvinnulífs og opinberra aðila og vera leiðandi í rannsóknum á þessu sviði. Auk þess stendur setrið fyrir ráðstefnum, umræðufundum, fyrirlestrum og námskeiðum um efni sem varða starfssvið þess og útgáfu rita um málefni norðurslóða. Setrið vinnur einnig þjónustuverkefni fyrir atvinnulíf og opinbera aðila og styður við kennslu í norðurslóðamálefnum.

Forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir er Dr. Kristinn Schram og Margrét Cela er verkefnisstjóri.