Northgate

Norræna samstarfsnefndin um hug- og félagsvísindarannsóknir (NOS-HS) veitti nýlega styrki til norrænna rannsóknasamstarfsverkefna. Á meðal verkefna sem hlutu brautargengi er nýtt tenglsanet sem mun rannsaka félags- og menningarleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Tengslanetið, sem kallað er Northgate, sameinar bæði reynda og nýja fræðimenn frá fjölmörgum norrænum háskólum. Samstarfsverkefnið mun stuðla að rannsóknum og auknum tengslum fræðimanna við stefnumótunaraðila og samfélög sem finna í auknum mæli fyrir hröðum umhverfisbreytingum og hreyfanleika fólks á svæðinu. Rannsóknasetur um norðurslóðir mun halda utan um verkefnið næstu tvö árin en umsjón með verkefninu hefur Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Fyrsta vinnustofa verkefnisins var haldin 20. maí 2016, við Háskólann í Nuuk. Dagskrá og útdrætti úr erindum má sjá hér

Viðtöl við þátttakendur á málstofunni á Grænlandi má sjá hér.

Önnur málstofa verkefnisins var haldin í Hörpu, Reykjavík, 9. október 2016 á Arctic Circle ráðstefnunni. Dagskrá má sjá hér

Hér eru myndir frá málstofunni í Reykjavík

Þriðja vinnustofa verkefnisins verður haldin í Umeo, Svíþjóð, 11. maí 2017 á ICASS IX. Útdrætti og upplýsingar um þátttakendur má sjá hér.

Hér eru myndir frá málstofunni í Umeo

Dr. Kristinn Schram leiðir verkefnið

Kristinn Schram er lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann er doktor í þjóðfræði frá Edinborgarháskóla og hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Þjóðfræðistofu. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Í rannsóknum hans og Kötlu Kjartansdóttur er frásagnar- og efnismenning hreyfanlegra hópa í borgum Vestur-Evrópu og á vestnorræna svæðinu skoðuð í tengslum við menningarpólitík íslenskrar útrásar, efnahagshruns og norðurslóðastefnu. Kristinn hefur umsjón með rannsóknum, útgáfu, viðburðum og tengslanetum á sviði norðurslóða með áherslu á samfélag, menningu og stefnumótun.

Margrét Cela er verkefnisstjóri þess

Margrét Cela er verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir. Hún er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla.  Margrét var verkefnisstjóri þróunar  námsleiðar í vestnorrænum fræðum (www.westnordicstudies.net) og hefur kennt sem stundakennari við Háskóla Íslands í námskeiðum um öryggismál og norðurslóðir.  Rannsóknaráhugi Margrétar er m.a, utanríksmál og stefnumótun, öryggi smáríkja og öryggi á norðurslóðum.

Netfang: caps@hi.is og mcela@hi.is  Sími: (+354) 525 5846