Sumarskóli Rannsóknaseturs um smáríki

Sumarskóli Rannsóknaseturs um smáríki fer fram dagana 8.-13. júní. Í ár er meginþema skólans á leiðtogafærni smáríkja, með sérstakri áherslu á jafnréttismál (e. Small State Leadership in Gender Policy). Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á vef Háskóla Íslands, hér.

Sumarskólinn er hluti af Erasmus+ samstarfsverkefni sex evrópskra háskóla sem leitt er af Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands, en hinir samstarfskólarnir eru: Kaupmannahafnarháskóli, Tækniháskólinn í Tallinn, Háskólinn í Vilnius, Háskólinn í Ljubljana og Háskólinn í Lundi. Skólinn er opinn fyrir nemendur frá samstarfskólunum sem sækja um í sínum „heimaskóla“ (sjá auglýsingu fyrir neðan). Nemendur utan samstarfskólanna geta sótt um með því að senda ferilskrá, yfirlit yfir námsferil og kynningarbréf (ca. 300-400 orð) á ams@hi.is.

Umsóknafrestur er til og með 10. mars 2020.