Fræðimenn

Alþjóðamálastofnun vinnur náið með fræðimönnum í starfi sínu, jafnt í rannsóknum sem og við útgáfu. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þá fræðimenn sem tengjast stofnuninni og rannsóknarsetrum hennar.audurAuður H Ingólfsdóttir
er lektor við félagsvísindasvið Háskólans á Bifröst þar sem hún kennir við námslínu í Hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði (HHS). Rannsóknir Auðar tengjast alþjóðastjórnmálum, umhverfisfræði og kynjafræði. Hún hefur birt ritrýnda bókarkafla á sínu sviði og doktorsverkefnið hennar fjallaði um loftslagsbreytingar og öryggismál á Norðurslóðum þar sem feminískri nálgun er beitt til að greina hvaða áhrif ríkjandi gildi hafi á orðræðu og stefnumörkun í loftslagsmálum á Íslandi. Auður hefur áður starfað sem blaðamaður (1995-97), sem sérfræðingur í Umhverfisráðuneytinu (2002-2003) og sem sjálfstæður ráðgjafi í umhvefismálum (2003-2007). Hún hefur einnig farið á vegum íslensku friðargæslunnar til Sri lanka (2006) og var í eitt ár sem kynjaráðgjafi fyrir UNIFEM á Balkansskaga (2007-2008) en hefur einbeitt sér að kennslu og fræðastörfum á síðustu árum. Auður tók þátt í vettvangsferð fræðimanna sem farin var til Washington DC og Alaska í boði Rannsóknaseturs um norðurslóðir, en ferðin var styrkt af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.


Baldur194 Baldur Þórhallsson  er prófessor í stjórnmálafræði og Jean Monnet prófessor í Evrópufræðum við Háskóla Íslands. Baldur, ásamt erlendum samstarfsfélögum, stofnaði Rannsóknasetur um smáríki árið 2001 og er hann núverandi rannsóknastjóri setursins. Baldur gegndi stöðu stjórnarformanns Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki til ársins 2011. Rannsóknir hans beinast fyrst og fremst að smáríkjafræðum, Evrópusamrunanum, og innan- og utanríkismálum Íslands. Hann hefur gefið út fjölda ritrýndra greina í alþjóðlegum tímaritum ásamt því að skrifa kafla í ritstýrðar fræðibækur. Baldur hefur gefið út þrjár bækur um smáríki í Evrópu: ‘Iceland and European integration: On the EdgeThe Role of Small States in the European Union og Small States and Shelter Theory: The Case of Iceland‘. Hér má finna nánari upplýsingar um Baldur.beinta194Beinta í Jákupsstovu
er dósent í stjórnmálafræði við Molde University College í Noregi og kennir einnig við Háskólann í Færeyjum. Hún er með doktorsgráðu frá Háskólanum í Bergen (2003) og fjallaði doktorsverkefnið hennar um færeysk heilbrigðismál. Rannsóknir hennar hafa fyrst og fremst gengið út á að greina árangur af færeyskri stefnumótun. Beinta hefur gefið út fjölda greina um stjórnmál og stefnumótun í Færeyjum, jafnt ein sem í samstrafi við aðra. Má þar nefna „The Faroe Islands and the Arctic: Genesis of a Strategy“ sem hún skrifaði með Alyson Bailes og „The New Kid on the Block. Faroese Foreign Affairs – Between Hierarchy and Network” ásamt Joan Ólavsdóttir og J.C.S Justinussen. Beinta var þátttakandi í NOS-HS málstofum „The Nordic Baltic Small States: Perceptions on Economy, Security and Identity in an Increasingly Regionalized Europe“ sem haldnar voru á vegum Alþjóðamálastofnunnar árin 2011-2012.Bjarni-Mar194Bjarni Már Magnússon
er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og varði doktorsritgerð sína í þjóðarétti við lagadeild háskólans í Edinborg. Bjarni kennir og rannsakar þjóðarétt, einkum hafrétt og er höfundur bókar um landgrunnið fyrir utan 200 sjómílur. Bjarni tekur þátt í Fulbright Arctic Initiative verkefninu, m.a. sem gestafræðimaður við lagadeild Duke háskóla, og er einn af höfundum skýrslu sem unnin var af Alþjóðamálastofnun um aðildarviðræður Íslands við ESB. Þá tók Bjarni Már þátt í vettvangsferð fræðimanna sem farin var til Washington DC og Alaska í boði Rannsóknaseturs um norðurslóðir, en ferðin var styrkt af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Frekari upplýsingar má nálgast hér.Guðmundur194Guðmundur Hálfdanarson
er prófessor í sagnfræði og Jóns Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands. Á árunum 2005-2010 stýrði Guðmundur ásamt Ann Katherine Isaacs, prófessor við háskólann í Písa, öndvegisnetinu CLIOHRES.net („Creating Links and Innovative Overviews for a New History Research Agenda for the Citizens of a Growing Europe“), sem var samstarfsverkefni 45 háskóla í 31 landi, styrkt af 6. rammaáætlun ESB um rannsóknir. Rannsóknir Guðmundar snúast aðallega um sögu evrópskrar þjóðernisstefnu og þjóðríkjamyndunar, sköpun sjálfsmynda og viðhorfa til menningararfs. Hann er höfundur, meðhöfundur og ritstjóri yfir 10 bóka og hefur birt fjölda greina í innlendum og erlendum tímaritum og bókum. Hér má finna nánari upplýsingar um Guðmund.


Jesse194Jesse Hastings er lektor í landafræði við Háskólann í Singapúr. Hann er með meistaragráðu í opinberri stefnumótun (2006) og doktorsgráðu í umhverfisstefnu og -vísindum (2011) frá Duke háskóla í Bandaríkjunum. Á síðustu árum hafa rannsóknir hans beinst í vaxandi mæli að málefnum norðurslóða og framkvæmdi hann meðal annars rannsókn, sem var að hluta styrkt af Rannsóknasetri um norðurslóðir. Þar kannaði hann, ásamt fleirum, viðhorf mismunandi hagsmunaaðila á Íslandi til asískra verkefna, mögulegra og núverandi, á Íslandi og norðurslóðum. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Háskóla Íslands, Laplandsháskóla og Háskólasetur Vestfjarða. Niðurstöður rannsóknarinnar verða gefnar út og birtar á heimasíðu Rannsóknaseturs um norðurslóðir innan skamms.photo_johanna_jonsdottir194Jóhanna Jónsdóttir
stundar rannsóknir í Evrópufræðum á vegum Alþjóðamálastofunar og er jafnframt ráðgfjafi í EES-málum hjá utanríkisráðuneytinu. Frá 2010-2016 starfaði hún hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel þar sem hún hafði umsjón með veigamiklum málafokkum EES-samningsins, þar á meðal frjálsri för fólks, atvinnumálum, félagsmálum, jafnréttismálum og fjölskyldumálum. Starf hennar fól í sér að tryggja þátttöku EES EFTA-ríkjanna (Íslands, Noregs og Liechtentein) í Evrópusamstarfi á þessum sviðum, að aðstoða þau við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í stefnumótun ESB og að fella nýja löggjöf inn í EES-samninginn. Áður en hún hóf störf hjá EFTA lauk hún doktorsprófi frá Cambridge-háskóla þar sem hún skrifaði um Evrópuvæðingu á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Ritgerðin vann verðlaun Félags breskra stjórnmálafræðinga árið 2010 fyrir bestu doktorsritgerð í opinberri stjórnsýslu (e. Sir Walter Bagehot Prize for best PhD dissertation in government and public administration). Uppfærð útgáfa af ritgerðinni var gefin út sem bók árið 2012 í ritröð Routledge í nútíma-Evrópufræðum. Jóhanna hefur stundað kennslu við háskólann á Bifröst og Cambridge-háskóla.Jón Gunnar Ólafsson
er doktorsnemi í fjölmiðla- og boðskiptafræði við Lundúnarháskóla (Goldsmiths College). Rannsóknin hans fjallar um samspil stjórnmála og fjölmiðla á Íslandi og er styrkt af Economic and Social Research Council (ESRC) í Bretlandi. Jón Gunnar er með BA gráðu í fjölmiðla- og boðskiptafræði frá Goldsmiths (2005), meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands (2008) og diplómagráðu í rannsóknaraðferðum félagsvísinda frá sama skóla (2012). Jón Gunnar starfaði áður sem blaða- og fréttamaður og hefur unnið sem aðjúnkt og stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Samhliða námi vinnur hann sem stundakennari við Stjórnmálafræðideild og sinnir jafnframt rannsóknarvinnu fyrir Alþjóðamálastofnun, kennslu í sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki og Háskóla unga fólksins.Kristinn_Schram194Kristinn Schram 
er lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann er doktor í þjóðfræði frá Edinborgarháskóla og hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Þjóðfræðistofu. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Í rannsóknum hans og Kötlu Kjartansdóttur er frásagnar- og efnismenning hreyfanlegra hópa í borgum Vestur-Evrópu og á vestnorræna svæðinu skoðuð í tengslum við menningarpólitík íslenskrar útrásar, efnahagshruns og norðurslóðastefnu. Kristinn hefur umsjón með rannsóknum, útgáfu, viðburðum og tengslanetum á sviði norðurslóða með áherslu á samfélag, menningu og stefnumótun.
Hér má finna nánari upplýsingar um Kristinn.Lara194Lára Jóhannsdóttir
er lektor í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hún er jafnframt stjórnarmaður í Viðskiptafræðistofnun viðskiptafræðideilar HÍ. Lára er einnig stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf, og gegndi um 14 ára skeið stjórnenda og sérfræðingsstöðum innan vátryggingageirans hér á landi. Rannsóknir Láru beinast fyrst og fremst að fjármálageiranum, samfélagslegri ábyrgð, sjálfbærni og loftslagsmálum. Lára hefur gefið út fjölda ritrýndra greina í alþjóðlegum tímaritum, ásamt því að skrifa kafla í ritstýrðar fræðibækur. Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um norðurslóðir gaf út árið 2015 grein sem Lára skrifaði ásamt David Cook – ‘An Insurance Perspective on Arctic Opportunities and Risks: Hydrocarbon Exploration & Shipping’. Hér má finna nánari upplýsingar um Láru.Marc Lanteigne
er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsø (UiT: The Arctic University of Norway in Tromsø). Hann lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði árið 2002 við  McGill háskóla í Montréal, og hefur stundað kennslu og rannsóknir í Kanada, Kína, Nýja Sjálandi og Bretlandi.  Þar að auki kemur hann reglulega að kennslu við Peking háskóla og hefur stundað rannsóknir á stjórnmálum sem tengjast norður- og suðurskautinu í Alaska, Argentinu, Ástralíu, Grænlandi, Japan og Suður Kóreu. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmálum og utanríkismálum Kína og Austur Asíu og hefur hann birt mikið á því sviði. Meðal þess sem hann hefur gefið út er bókin China and International Institutions: Alternate Paths to Global Powerand Chinese Foreign Policy: An Introduction. Á meðal þess sem hann rannsakar í dag er samskipti Kína og Evrópu, Kína og norðurslóðir og samskipti stjórnvalda í Peking við margvíslega hagsmunaaðila á norðurslóðum. Þá ritstýrir hann fréttatengdu bloggi um norðurslóðir Over the Circle. Frekari upplýsingar um hann má finna hér hér.MariaAckren194Maria Ackrén
er dósent í stjórnmálafræði (frá 2011) og forseti félagsvísindadeildar (frá 2012) við Háskólann á Grænlandi. Hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Åbo háskóla í Finnlandi árið 2009 og hefur frá árinu 2015 gengt stöðu aðjúnkts við þann skóla. María situr í stjórn meistaranáms í vestnorrænum fræðum sem er samstarfsverkefni Háskólans á Grænlandi, Háskólans í Færeyjum, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Nordland háskóla í Noregi. Meðal rannsóknarefna Mariu eru sambandsríki og sjálfstjórnarsvæði, með áherslu á eyríki á norðurslóðum og þá sérstaklega Grænland. Eftir hana hafa komið út bækur, bókakaflar og greinar um þessi viðfangsefni.Maria

Maria Strömvik er lektor í stjórnmálafræði og aðstoðarforstöðumaður Evrópufræðasetursins við Háskólann í Lundi. Hún er í forsvari fyrir rannsókn á vegum sænskra stjórnvalda á þátttöku sænsks samfélags í málefnum ESB og hefur einnig unnið sem sérfræðingur hjá sænska utanríkisráðuneytinu í öryggis- og varnarmálastefnu ESB. Þá hefur hún unnið sem rannsakandi við sænska þjóðaröryggisháskólann. Rannsóknir og kennsla Mariu snúa fyrst og fremst að málefnum ESB, þar sem aðaláherslan hefur verið á utanríkisstefnu sambandsins. Frá árinu 2010 hefur Maria reglulega gegnt stöðu gestafræðimanns við Háskóla Íslands og kennt í námskeiðum um áhrif smáríkja á ákvarðanatöku innan ESB sem og um áhrif og þátttöku þeirra í friðargæsluverkefnum Evrópusambandsins.Olafur194Ólafur Þ. Harðarson
er fyrrum stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ólafur hefur gegnt ólíkum stjórnunarstöðum, þar með talið stöðu deildarforseta Félagsvísindasviðs 2001-2013 og setið í framkvæmdastjórn ECPR frá 2012. Ólafur er með B.A. gráðu frá Háskóla Íslands (1977), og M.Sc. (1979) og doktorsgráðu (1994) frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur starfað sem gestafræðimaður við University of Essex (1984), University of Michigan, Ann Arbor (1989-91), London School of Economics and Political Science (1993), University of Gothenburg (1997), og Boston University (2001). Hann hefur verið tíður ráðgjafi í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum um málefni líðandi stundar, stjórnmál og stjórnmálafræði síðastliðin 30 ár. Rannsóknir Ólafs hafa fyrst og fremst beinst að íslenskum stjórnmálum og samanburðarstjórnmálum og hefur hann tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum, skrifað bækur, bókakafla og fjölda greina á því sviði.Rasmus Gjedssø Bertelsen 
er prófessor í norrænum fræðum og ‘Barents Chair’ í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsø í Noregi. Hann starfar jafnframt sem fræðimaður við Álaborgarháskóla og Stofnun Öryggis- og þróunarstefnu í Stokkhólmi (Institute for Security and Development). Rasmus er danskur stjórnmálafræðingur sem bjó á Íslandi sem barn. Af þeim sökum hefur hann bæði persónulegan og fræðilegan áhuga á svæðinu við Norður Atlantshaf, sögu þess, nútíð og framtíð, og þá sérstaklega sambandi Danmerkur við Ísland, Færeyjar og Grænland. Hann hefur stundað nám við Kaupmannahafnarháskóla, Háskóla Íslands, Genfarháskóla, Háskólann í Lausanne og Amsterdamháskóla. Hann er með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Cambridge en sinnti hluta af rannókn sinni við Science Po í París. Sem nýdoktor var hann við Harvard Kennedy School of Government, Japan Society for the Promotion of Science við Vísndastofnunina í Tokyo, Framhaldsnámsstofnun Sameinuðu þjóðanna (Yokohama) og við Álaborgarháskóla, bæði sem nýdoktor og aðjúnkt.Silla194Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
er dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún lauk félagsráðgjafanámi frá Osló 1979, námi í heilsuhagfæði við Endurmenntun Háskóla Íslands 1997, M.Sc. í stjórnsýslufræði 1999 og Ph.D. í sömu grein 2005 frá London School of Economics and Political Science, með stjórnsýslu velferðar- og heilbrigðismála sem meginsvið. Sigurbjörg hefur unnið viðamikil rannsóknar- og stefnumótunarverkefni fyrir Alþjóðabankann, Evrópusambandið, OECD og European Observatory of Health Systems and Policies og tekið þátt í verkefnum fyrir breska menntamálaráðuneytið. Þá hefur hún tekið þátt í stefnumótunarverkefnum fyrir íslensk stjórnvöld, m.a. vegna undirbúnings að setningu laga fyrir utanríkisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið.SiljaBarany194Silja Bára Ómarsdóttir 
er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar og í ráðgjafaráði Höfða – friðarseturs Reykjavíkur. Hún stundar rannsóknir á íslenskum utanríkis- og öryggismálum, femínisma í alþjóðasamskiptum og kyn- og frjósemisréttindum. Hún lauk BA gráðu í alþjóðasamskiptum með láði frá Lewis & Clark College í Portland, Oregon, MA gráðu í sama fagi frá University of Southern California í Los Angeles, og vinnur nú að doktorsgráðu við University College Cork á Írlandi. Að auki hefur hún lokið diplómum í aðferðafræði og kennslu fyrir háskólastigið við Háskóla Íslands. Silja Bára hefur starfað að jafnréttismálum, m.a. í Femínistafélagi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, Landsnefnd UNIFEM Á Íslandi og Jafnréttisráði. Þá sat hún í Stjórnlagaráði sumarið 2011, og var þar formaður nefndar sem fór með mannréttinda- og umhverfismál.Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur og gestafræðimaður við Rannsóknasetur um norðurslóðir þar sem hann sinnir rannsóknum á ímyndum norðursins á 20. öld, tekur þátt í námskeiðsþróun og akademískum störfum setursins. Sumarliði hefur unnið við ritstörf, rannsóknir og kennslu frá 1990 og leiddi meðal annars verkefnið Ísland og ímyndir norðursins og ritstýrði samnefndri bók. Á meðal samstarfsverkefna hans og verka í vinnslu er norræna samstarfsverkefið Denmark and the New North North AtlanticNetwork for Cultural Heritage, Memory og Digital Humanities and Visualization in the North Atlantic. Þá ritstýrir Sumarliði sögu utanlandsverslunar Íslendinga frá öndverðu og til samtímans og Sögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í samvinnu við fleiri fræðimenn.Valur194Valur Ingimundarson
er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.  Hann situr í stjórn Alþjóðamálastofnunar og er stjórnarformaður rannsóknasetursins EDDU.  Í rannsóknum sínum hefur hann lagt áherslu á alþjóðasögu og alþjóðastjórnmál. Meðal rannsóknarefna og fræðilegra birtinga má nefna: stefnu Íslands í utanríkis- og öryggismálum og málefnum norðurslóða; samskipti Íslands og Bandaríkjanna frá stríðslokum; landfræði-pólitík og stjórnunarhætti á norðurslóðum; samskipti Bandaríkjanna og Þýskalands á dögum kalda stríðsins; sögu og kynjapólitík; stjórnmál minninga í Evrópu og alþjóðapólitík og friðarferli í fyrrverandi Júgóslavíu Hann hefur m.a. verið gestaprófessor við Centre for International Studies (CIS), London School of Economics og École des hautes études en sciences sociales (EHESS) í París sem og gestafræðimaður við Royal United Services Institute (RUSI) í London. Hann er með doktorspróf frá Columbia-háskóla í New York.  Hér má finna nánari upplýsingar um Val.